Friday, April 18, 2014

Ég man eftir að hafa upplifað vanlíðan en gerði mér ekki grein fyrir af hverju hún stafaði, ég gerði


Ég ólst upp á mjög alkóhólísku heimili þar sem báðir foreldrar voru virkir alkóhólistar. Neyslumynstur þeirra var ólíkt en það breytti ekki þeirri staðreynd að heimilislífið var mjög meðvirkt/vanvirkt. Ég man ekki mikið úr barnæsku minni, helst eitthvað sem tengist ljósmyndum og svo einstaka atvik héðan og þaðan. Sem barn fannst mér ég alveg óskaplega cartoon network level up ljót og strákaleg, var alltaf klippt í svokallaðan drengjakoll, ekki bætti það úr að mér þótti ég strákaleg í útliti heldur fannst mér ég líka heita strákalegu nafni. Ég átti fáa vini og var alltaf í mikilli baráttu við hinar vinkonur vinkvenna minna að vera á undan þeim eða hafa upp á eitthvað spennandi að bjóða því ég upplifði ekki að ég, ein og sér, væri nóg til að þær vildu leika við mig.
Ég vil taka það skýrt fram í þessari frásögn minni að ég elska foreldra mína óskaplega heitt og virði þau að fullu leiti. Þau búa yfir óskaplega mörgum kostum og eru í heildina yndislegar manneskjur. Ég trúi því í einlægni að þau hafi gert sitt besta í uppeldi mínu miðað við aðstæður og þá þekkingu sem þau bjuggu við á þessum tíma.
Fjölskyldan mín var ósköp venjuleg millistéttarfjölskylda, foreldrar og þrjú börn. Mamma stjórnaði heimilinu af mikilli röggsemi en kannski örlítið of mikilli ákveðni og heraga á stöku stað. Pabbi var þessi týpíski íslenski karlmaður, vinnusamur og duglegur en ekki mjög opinn á tilfinningar cartoon network level up eða hrós, sem ég held að þessari kynslóð, cartoon network level up hafi fundist, vera bara fyrir miðaldra kellingar. Ég var mikil pabbastelpa og sóttist í að vera nálægt honum á verkstæðinu, þar sem ég fékk alls kyns verkefni til að spreyta cartoon network level up mig á. Ég lagði mig fram við að læra nöfnin á verkfærunum og vélunum til að sækjast eftir viðurkenningu og einnig lagði ég mig mikið fram við að vera sterk og dugleg. En hrósið lét oft á sér standa, og kom yfirleitt ekki fyrr en hann var búinn að fá sér neðan í því, þá mátti ég eiga vona á að hann segði eitthvað fallegt við mig. Einnig lagði ég mig mjög ung fram að fá viðurkenningu mömmu með því að vera dugleg heima og hafa fínt þegar hún kæmi heim úr vinnu. Það tókst oftar að fá hrós eða viðurkenningu cartoon network level up frá mömmu þar sem hún er opnari tilfinningalega. Samt held ég að það hafi bara verið álitið á þessum árum að ef börnum væri hrósað um of yrðu þau bara montin og leiðinleg.
Ég cartoon network level up var bara barnung þegar ég fór að nota trúðinn sem mína grímu, það var alveg sama hvað gekk á heima og hvernig mér leið, ég greip alltaf í trúðinn minn og hann hjálpaði mér að sjá lífið í skemmtilegu og spaugilegu ljósi. Það var alltaf stutt í grín og glens og ég náði fljótt að tileinka mér að snúa lífinu og tilverunni upp í grín. Eftir að ég eltist fór ég að skammast mín fyrir trúðinn af því mér fannst fólk ekki taka mig alvarlega, hélt alltaf að ég væri að grínast eða að fólk fór að ætlast til þess að ég væri alltaf með sprell og kannski smá skemmtidagskrá. Ég sættist fullkomlega við trúðinn minn eftir að hafa áttað mig á því með aukinni sjálfsvinnu að trúðurinn hefur í raun og veru bjargað lífi mínu, hann hefur gert það að verkum að ég hef átt auðveldara með að höndla erfiðleikana sem ég glímdi við sem barn.
Ég man eftir að hafa upplifað vanlíðan en gerði mér ekki grein fyrir af hverju hún stafaði, ég gerði uppreisn í kringum fermingu og fór að neita áfengis og tóbaks. Einnig fór ég snemma að leita að strák til að vera kandídat í þessa fullkomnu fjölskyldu sem mig hafði svo lengi dreymt um. Ég átti tvö sambönd að baki þegar ég hitti manninn í lífi mínu. Lífið var næstum fullkomið, fórum að búa, eignuðumst barn, keyptum íbúð, annað barn o.s.frv. Það má segja að við höfum ákveðið að taka hraðlestina í gegnum lífið svo mikið gekk á að finna hamingjuna, réttu íbúðina, fleiri börn. Það var ekki fyrr en nokkrum árum seinna sem ég áttaði mig á því að þetta líf var ekki eins fullkomið og ég hélt. Ég hafði farið út í lífið með skakka mynd af hjónabandi og hann hafði einnig fengið skakka mynd af samskiptum foreldra þrátt fyrir að þar hafi ekki verið áfengisvandamál, þá voru þar mjög meðvirkar/vanvirkar aðstæður. Ég var þessi ofur stjórnsama eiginkona og hann lét oftast vel að stjórn, þangað til hann sprakk og fór að leita í spilakassa. Veröld mín hrundi og fullkomna fjölskyldan mín reyndist einstakleg ófullkomin. Eftir að hafa reynt í töluverðan tíma, vildi maðurinn minn skilnað sem var mitt stærsta áfall í lífinu. Ég var harmi slegin og var sannfærð um að ég ætti aldrei eftir að líta glaðan dag meir. Skilnaðurinn var mér erfiður og tók langan tíma fyrir mig að jafna mig tilfinningalega. Eftir á sé ég að ég var búin að vera í mörg ár í þráhyggjusambandi ,við manninn minn, en sá það ekki fyrr en eftir á hversu sjúkt sambandið okkar var orðið og hversu meðvirk ég var. Eftir að ég varð ein fór ég að leita að einhverjum til að standa mér við hlið því ég var sannfærð um að ég gæti ekki gengið í gegnum lífið ein. Þessar hugsanir, ef ég ætti kærasta, cartoon network level up ef ég væri með hærri laun, ef ég þetta og hitt, þá væri allt betra voru daglegt brauð hjá mér og ég var sannfær

No comments:

Post a Comment